UM
MARISSA PROJECT
Marissa Project

MARISSA er alþjóðlegt samstarfsverkefni sem hófst árið 2020 og lýkur árið 2022. Verkefnið er styrkt af Evrópusambandinu undir „réttindi, jafnrétti og borgararéttindi“ (e. Rights, Equality and Citinzenship) hluta réttlætisverkefnis Evrópusambandsins. MARISSA-verkefnið tekst á við hinn samþætta vanda að vera bæði þolandi ofbeldis í nánu sambandi og glíma við áfengis- og vímuefnavanda. Svo virðist sem núverandi úrræði fyrir þolendur taki ekki á þessum samþætta vanda með fullnægjandi hætti, heldur takist á við hann sem tvö mismunandi vandamál. Við sem stöndum að MARISSA-verkefninu teljum að samþætt úrræði séu nauðsynleg til að takast á við það að vera þolandi ofbeldis í nánu sambandi og að glíma við áfengis- og vímuefnavanda. Því ákváðum við, sex mismunandi samtök, staðsett í Evrópu, að taka höndum saman og búa til hagnýt verkfæri og námsefni sem nýtast bæði samtökum sem takast á við ofbeldi í nánum samböndum annarsvegar og áfengis- og vímuefnavanda hins vegar. Markmiðið er að efla þjónustu við konur sem eru bæði þolendur ofbeldis í nánum samböndum og glíma við áfengis- og vímuefnavanda.
Markmiðið er að efla þjónustu við konur sem eru bæði þolendur ofbeldis í nánum samböndum og glíma við áfengis- og vímuefnavanda. Markmiðið er einnig að ýta úr vör öflugri vitundarvakningu til þess að upplýsa hagsmunaaðila, þolendur og almenning um þetta mikilvæga málefni. Í stuttu máli mun MARISSA verkefnið efla færni starfsfólks sem þjónustar þolendur ofbeldis í nánum samböndum og glíma við áfengis- og vímuefnavanda, sem og efla samstarf milli þeirra stofnanna sem takast á við þessi vandamál. Þetta verður gert með þróun námsefnis fyrir starfsfólk og þróun hagnýtra verkfæra til að auðvelda stofnunum að takast á við þennan samþætta vanda og efla samvinnu.
Ástæða þess að lögð er áhersla á ofbeldi í nánum samböndum og áfengis- og vímuefnavanda?
Samkvæmt Evrópustofnun jafnréttismála eru 9 af hverjum 10 þolendum ofbeldis í nánum samböndum konur. Það eru ekki bein orsakatengsl milli áfengis- og vímuefnavanda annarsvegar og ofbeldis í nánum samböndum hins vegar en það er fylgni á milli þessara tveggja vanda. Áfengis- og vímuefnavandi er einn af mörgum þáttum sem eykur líkur á ofbeldi í nánum samböndum. Það er mikilvægt að beina sjónum bæði að ofbeldi í nánum samböndum og áfengis- og vímuefnavanda þar sem heimilisofbeldi er líklegra í samböndum þar sem báðir aðilar eiga við vímuefnavanda að etja. Hvað varðar þolendur ofbeldis í nánum samböndum getur áfengis- og vímuefnanotkun virkað sem bjargráð til að glíma við áfallið sem fylgir því að verða fyrir ofbeldi. Rannsóknir hafa leitt í ljós að konur sem eru þolendur ofbeldis eru líklegri til þess að ánetjast áfengi eða vímuefnum heldur en þær sem ekki eru þolendur ofbeldis. Rannsóknir á fólki sem glímir við áfengis- og vímuefnavanda leiða í ljós að stór hluti þessa fólks hefur orðið fyrir heimilisofbeldi einhvern tímann á ævinni.
Vímuefnanauðung er einnig algeng í ofbeldisfullum samböndum sem stjórnunartæki. Þetta hefur alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir þolendur hvað varðar öryggi og aðgengi að aðstoð, sem og möguleika á að halda forræði yfir börnum sínum. Þar sem áfengis- og vímuefnavandi eykur á varnarleysi þolenda ofbeldis þarf ætíð að hafa það í huga þegar rætt er um öryggi þolenda.

Af hverju þurfum við MARISSA verkefnið?
Þrátt fyrir fylgni milli þess að vera þolandi ofbeldis í nánu sambandi og að glíma við áfengis- og vímuefnavanda fá þjónustuaðilar þessara tveggja hópa að öllu jöfnu ekki nægilega fræðslu og þjálfun í að aðstoða þær konur sem glíma við bæði vandamálin. Því er nauðsynlegt að skapa aðstæður fyrir samræmdar aðgerðir milli þjónustuaðila fyrir konur sem verða fyrir ofbeldi í nánum samböndum, annarsvegar, og fyrir fólk sem glímir við áfengis- og vímuefnavanda, hins vegar. Þörf er á að skima, meta vanda og aðstoða þær konur sem glíma við þennan tvíþætta vanda og það er einmitt markmið MARISSA-verkefnisins.
Heimildir
- European Institute for Gender Equality (2012). Women victims of violence receive insufficient support in the EU. Available at: https://eige.europa.eu/news/women-victims-violence-receive-insufficient-support-eu;
- Galvani, S. (2010). Supporting families affected by substance use & domestic violence. Available at: https://adfam.org.uk/files/docs/adfam_dvreport.pdf;
- Macy, R., & Goodbourn, M. (2012). Promoting Successful Collaborations Between Domestic Violence and Substance Abuse Treatment Service Sectors: A Review of the Literature. Trauma, violence & abuse. 13. 234-51. 10.1177/1524838012455874.
- Rivera, E. A., Phillips, H., Warshaw, C., Lyon, E., Bland, P. J., & Kaewken, O. (2015). The Relationship Between Intimate Partner Violence and Substance Use: An Applied Research Paper.