UM
Þátttakendur
Þátttakendur

UWAH
Bandalag kvennasamtaka í Heraklíón (e. Union of Women’s Associations of Heraklion Prefecture UWAH) eru grísk félagasamtök staðsett á Krít. Samtökin einbeita sér að eflingu kvenréttinda og kynjajafnréttis. Frá 2015 hefur UWAH verið þáttakandi í og haft yfirumsjón með fjölda verkefna sem stutt hafa verið af Evrópusambandinu og sem stendur standa þau að fjölda verkefna sem vinna gegn ofbeldi í nánum samböndum. Samtökin eru einnig með neyðarsíma sem er opinn allan sólarhringinn, kvennaathvarf, ráðgjafarmiðstöð og athvarf fyrir yfirgefin börn. Vefsíða UWAH er www.kakopoiisi.gr/english/
Háskólinn á Krít
Sálfræðideild háskólans á Krít var stofnuð árið 1984 og tilheyrir félagsvísindasviði háskólans. Deildin er elsta sálfræðideild Grikklands og býður upp á fjölbreytt grunnnám með víðfeðmt svið viðfangsefna innan undirstöðumenntunar í sálfræði. Nemendur öðlast grunnþekkingu í kenningum, rannsóknum og hagnýtum aðferðum. Námskeið (t.d. ráðgjafaþjálfun, afbrotafræði, um þolandann, afbrota- og réttarsálfræði) eru einnig í boði. MSc gráða „Klínískar aðferðir í áfengis- og vímuefnameðferð“ er einnig í boði. Þar er boðið upp á framhaldsnám og þjálfun og áhersla á að skoða það nýjasta í sálfræðilegum, líffræðilegum og vistfræðilegum nálgunum í forvörnum og meðferðum við áfengis- og vímuefnavanda. Vefsíða sálfræðideildar Háskólans á Krít er www.psychology.uoc.gr


RIKK
RIKK – Rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum við Háskóla Ísland hefur starfað síðan 1991 og er leiðandi afl í kvenna-, kynja- og jafnréttisrannsóknum á Íslandi. Aðalmarkmið stofnunarinnar er að efla og samhæfa jafnréttisrannssóknir og rannsóknir í kvenna, kynja- og jafnréttisfræðum jafnframt því að vinna að og kynna niðurstöður rannsókna. RIKK heldur utanum og tekur þátt í fjölda samstarfsverkefna, stendur fyrir innlendum og alþjóðlegum ráðstefnum, og stendur fyrir reglulegum rabbfundum og fyrirlestrum. Vefasíða RIKK er https://rikk.hi.is/
UT
Háskólinn í Tartu (UT) er þjóðarháskóli Eistland ásamt því að vera í fararbroddi sem miðstöð rannsókna og þjálfunar í landinu. UT telst vera í hópi 1,2% af bestu háskóla í heimi og leggur áherslu á mikilvægi alþjóðlegs samstarfs og samvinnu við virta rannsóknarháskóla um heim allan. Þar að auki hefur Johan Skytte Institute við UT víðtæka reynslu í mati á verkefnum (t.d. .” WHOSEFVA”, “TISOVA”, “CYBERSAFE”) og hefur einnig rannsakað kynbundið ofbeldi í Eistlandi, sem kemur sér vel í MARISSA-verkefninu. Vefsíða UT er www.skytte.ut.ee/en.


WSIC
Women Support & Information Centre (WSIC) eru frjáls félagasamtök sem voru stofnuð og opnuðu samtímis fyrsta kvennaathverfið fyrir þolendur ofbeldis í Eistlandi árið 2002. Félagið hefur verið þátttakandi í nokkrum alþjóðlegum verkefnum frá árinu 2006. WSIC leggur áherslu á að skapa aðstæður til að stöðva heimilisofbeldi, stuðla að endurhæfingu og -félagsmótun þolenda ásamt því að minnka hættuna á endurteknu ofbeldi með alhliða stuðning við þolendur. WSIC hefur yfirgripsmikla sérþekkingu á kynbundnu ofbeldi, ekki síst ofbeldi í nánum samböndum og býður m.a. upp á fjölbreytta þjálfun og vinnustofur fyrir hagaðila. Vefsíða WSIC er http://www.wsic.ee.
Rótin
Rótin er félag kvenna á Íslandi sem býður konum upp á leiðsagnarhópa, námskeið, stuðningshópa og ráðgjöf sérfræðings. Öll þjónustan er byggð á áfalla- og kynjamiðaðri nálgun og gagnreyndri þekkingu. Rótin hefur einnig boðið fagfólki sem vinnur með áfengis- og vímuefnavanda og ofbeldi í nánum samböndum upp á námskeið og þjálfun. Félagið hefur verið í samstarfi við og boðið þjónustu í Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, Sigurhæðir, miðstöð þolenda á Suðurlandi, Kvennaathvarfið, þar sem starfskonur hafa fengið þjálfun og gestum athvarfsins er boðinn stuðningur. Einnig er félagið í samstarfi við meðferðarstöðina Hlaðgerðarkot, þar sem bæði konum og körlum er boðin þátttaka í sérhæfðum leiðsagnarhópum. Rótin er einnig aðili að Kvenréttindafélagi Íslands. Vefsíða félagsins er: www.rotin.is.
