marissa

Νiðurstöður

Í þessum hluta er að finna helstu afurðir MARISSA-verkefnisins.

1.

Í þessu skjali er að finna fræðilegt yfirlit yfir fyrirliggjandi rannsóknir á samslætti ofbeldis í nánum samböndum og áfengis- og vímuefnavanda. Einnig er yfirlit yfir inngrip, verkfæri, aðferðir, lesefni og framkvæmd í Evrópu, og víðar, að því er varðar þverfaglega nálgun og samvinnu á milli stofnana sem vinna með ofbeldi í nánum samböndum og áfengis- og vímuefnavanda.

2.

Í þessu skjali getur þú lesið um niðurstöður sem komu fram í rýnihópum sem fram fóru með fagfólki sem vinnur með ofbeldi í nánum samböndum og áfengis- og vímuefnvanda í Grikklandi, Eistlandi og á Íslandi. Markmið rýnihópanna var að greina þá þekkingu, þarfir og áskoranir sem fagfólk stendur frammi fyrir í sínu starfi þegar um er að ræða samslátt ofbeldis í nánum samböndum og áfengis- og vímuefnavanda.

3.

Þarfagreiningarskýrslan lýsir núverandi stöðu og helstu niðurstöðum að því er varðar þarfir og áskoranir fagfólks sem vinnur með ofbeldi í nánum samböndum og áfengis- og vímuefnavanda. Í þessu skjali má finna helstu niðurstöður úr rannsóknum MARISSA-verkefnisins, það er: yfirlit, landsskýrslur, niðurstöður úr rýnihópum sem nýtast sem grundvöllur breytinga á meðal fagfólks, í þjónustu og í stefnumótun.

4.

Þetta eru þau tilmæli um stefnumótun á sviði samsláttar ofbeldis í nánum samböndum og áfengis- og vímuefnavanda sem þróuð voru innanlands, af þátttakendum, í MARISSA-verkefninu og í evrópsku samstarfi. Markmið þessara tilmæla um stefnumótun er að bæta stuðning við konur sem verða fyrir ofbeldi í nánum samböndum sem einnig glíma við áfengis- og vímuefnavanda og koma á samstarfi á milli stofnana á þessum sviðum.

5.

Þjálfunarhandbókin er ætluð fagfólki sem vinnur með ofbeldi í nánum samböndum og vímuefnavanda og er henni ætlað að auka hæfni og getu þeirra. Í handbókinni eru: Upplýsingar um ofbeldi í nánum samböndum og áfengis- og vímuefnavanda, upplýsingar um kyn, vald og tengsl við ofbeldi í nánum samböndum og áfengis- og vímuefnavanda, upplýsingar um að vera þolandi ofbeldis í nánum samböndum og tengsl við áfengis- og vímuefnavanda, skimun, áhættugreiningu, tilvísanir, samþætt inngrip og eftirfylgni. Handbókin er fáanleg á ensku, grísku, eistnesku og íslensku.

6.

Verkfæri verkefnisins byggja á þeirri nálgun að í meðferð kvenna sem eru þolendur ofbeldis í nánum samöndum og með áfengis- og vímuefnavanda þurfi að vinna með hvort tveggja. Í þeim eru skimunarlisti fyrir fagfólk, til að auðvelda þeim að greina samslátt ofbeldis í nánum samböndum og vímuefnavanda, spurningarlisti fyrir áhættumat, tilvísunareyðublað og eyðublað fyrir eftirfylgni. Verkfærin eru í boði á ensku, grísku, eistnesku og íslensku.

7.

Í skýrslu um mat á áhrifum er kafli um hvernig hægt er að haga mati á árangri í framtíðinni og hver langtímaáhrif inngripanna eru. Þar er nákvæm lýsing á hvernig hægt er að nýta áætlunina skref fyrir skref, bæði innanlands í samstarfslöndunum, sem og í öðrum löndum sem ekki tóku þátt í verkefninu, bæði staðbundið og á landsvísu.

8.

Leiðbeiningar um endurtekningu veita upplýsingar um gagnrýnin tilmæli um hvernig á að innleiða kennsluefni og verkfæri verkefnisins. Þau voru búin til í þeim tilgangi að auðvelda aðilum í samstarfslöndunum, og víðar, að endurtaka verkefnið og hina mismunandi verkþætti þess.